Atvinnuleysi í löndum evrunnar hefur aldrei verið  meira eða 11,7% í október sem þýðir að 18,7 milljónir manna eru án vinnu. Hins vegar lækkaði verðbólga í nóvember og mældist 2,2% í stað 2,5% í október. Mario Draghi bankastjóri Evrópska seðlabankans, varar við því að evran muni ekki rétta úr kútnum fyrr en á síðari hluta komandi árs.

Líkt og fyrr er ástandið misjafnt í löndum evrunnar. Atvinnuleysi er mest á Spáni eða 26,2%. Á Ítalíu eru 11,1% án vinnu. Í Þýskalandi breyttist atvinnuleysi lítið í október og var 5,4%. Í Austurríki fækkaði atvinnulausum lítillega og mældist 4,3%.

Í frétt á BBC segir að evru-svæðið glími að nýju við samdrátt. Á þriðja ársfjórðungi nam samdrátturinn 0,1% og á örðum fjórðungi um 0,2%. Á Ítalíu og á Spáni glíma landsmenn við kreppu og merki eru um að hagkerfi Þýskalands og Frakklands séu að veikjast. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var aðeins 0,2% í löndunum. Í október drógst smásala saman um 2,8% í Þýskalandi miðað við fyrri mánuð. Sérfræðingar höfðu búist við að smásala yrði óbreytt.