Golf? Nei, það er bara fyrir fólk sem þarf ekki að vinna. Er ekki sagt að forgjöfin segi til um hversu marga tíma þú vinnur í viku? Ég held að þegar þú byrjar í golfinu að þá sértu með 36 í forgjöf, sem er einsog venjuleg vinnuvika í Bretlandi, svo batnar forgjöfin hjá þér þangað til hún endar í núll, væntanlega þegar þú ert alveg hættur að vinna.

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, í viðtali í Viðskiptablaðinu 4. apríl 2007.