Ég sé fyrir mér leikna heimildarmynd um málið. Þetta er skólabókardæmi um hvernig embættismannakerfið getur misstigið sig og hvernig stjórnvöld geta leikið með þegna sína ef ekki er rétt að staðið…

Það má heldur ekki gleyma Magnúsi Ólafssyni, hann hefur leikið Davíð áður og gert það vel. Ég mun líklega leika sjálfan mig, það er að segja ef ég verð ekki orðinn fjörgamall þegar þessu máli verður loksins lokið…

Ég gæti trúað að myndin verði tilbúin ári eftir að Baugsmálinu lýkur, hvenær sem það verður.“

Jóhannes Jónsson kaupmaður og einn aðaleigandi Baugs Group í viðtali við Fréttablaðið 5. september 2006 um væntanlega leikna heimildarmynd um Baugsmálið sem Baugur ætlaði að fjármagna að hluta.