Hvernig ætlum við að tryggja að arðurinn af heimsvæðingu viðskiptanna skili sér hingað heim og komi öllum til góða? Hver verður hlutur íslensks almennings í hinum mikla auði sem nýju athafnaskáldin eru að skapa? Hvað er í senn sanngjarnt og vænlegt til árangurs í framtíðinni?

Svörin munu ráða miklu um þróunina og höfum í huga að opnun hagkerfisins er þess eðlis, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að fyrirtækin geta einfaldlega flutt heimkynni sín, skattskyldu og þjóðþrifaframlög til annarra landa ef tökin eru hert um of hér heima. En fyrirtækin þurfa líka að skilja að miklum árangri fylgja ríkar samfélagslegar skyldur og ábyrgð.

Ólafur Ragnar Grímsson í áramótaávarpi 1. janúar 2004.