Laxveiðin á liðnu sumri var aðeins 63,5% af meðalveiði áranna 1974-2011 í þeim veiðiám sem T24.is hefur tekið saman. Í Laxá á Ásum var veiðin aðeins 21,4% af meðalveiðinni og 28,2% í Víðidalsá. Margar fleiri frægar veiðiár voru langt undir meðaltali eins og sést á meðfylgjandi lista. Þannig var veiðin í Þverá og Kjarrá 36,6% og 27,3% í Laxá í Aðaldal.

Nokkrar ár eru yfir meðaltali og þar stóð Stóra-Laxá sig best þar sem veiðin var 95% yfir meðalveiðinni. Svalbarðsá og Selá í Vopnafirði skiluðu einnig ágætri veiði sem og Haffjarðará. Allar voru þær hins vegar undir veiðinni á liðnu ári.

Leiðrétting:

Í gær var birtur listi yfir veiði sumarsins 2012 og sagt að um væri að ræða samanburð á meðaltali áranna 1974 til 2011. Mistök voru gerð við úrvisslu þar sem miðað var við veiðina 2011. Þetta hefur verið leiðrétt og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.