Veiðisumarið 2012 fer í bækur veiðimanna sem eitt það versta sem þeir hafa upplifað. Veiðin er langt undir meðalári og í sumum ám var hreint hrun. Hér eru 27 af þekktustu laxveiðiám landsins teknar saman og byggt á upplýsingum Landssambands veiðifélaga. Aðeins í Hofsá var veiðin meiri en sumarið 2011 en samtals veiddust 11.772 færri laxar í sumar en árið á undan. Þetta þýðir að meðaltali að það vantaði 436 laxa í hverja á.

Í sumum ám hefur veiðin aldrei verið minni frá því að byrjað var að safna upplýsingum með skipulegum hætti.