Laxveiðimenn hafa ekki glaðst yfir mörgu í sumar og þaulvanir veiðimenn hafa þurft að sætta sig við að fara úr veiði með öngulinn í rassinum. En staðan er mismunandi. Nokkrar veiðiár hafa gefið ágæta veiði sem er töluvert yfir meðtalveiði áranna 1974 til 2011.

Meðfylgjandi er listi yfir nokkrar af helstu laxveiðiám landsins miðað við stöðuna 12. september síðastliðinn (sjá angling.is). Vert er að taka fram að í nokkrum ám er enn verið að veiða.

Veiðin í fimm veiðiám er yfir meðaltali þó hún sé töluvert lakari en á síðasta ári sem var gott veiðiár. Þannig hafa veiðst 282 fleiri löxum í Haffjarðará en í meðalári og 235 fleiri fiskar hafa komið á land í Selá í Vopnafirði.

Óhætt er að segja að algjör hrun hafi verið í Þverá og Kjarrá á þessu sumri og vantar hvorki fleiri né færri en 1.276 laxa til að meðalveiðin náist og 1.087 til að jafna veiðina á síðasta ári. Staðan í Laxá í Aðaldal er einnig döpur, eins og sést.