Kjartan Gunnar Kjatransson blaðamaður segir að „málpípur Evrópusinna” séu rökþrota og þagnaðar „frá eru talin örfá, einmana flettiskipti, fjármögnuð af ESB”. Í pistli í Morgunblaðinu veltir hann fyrir sér af hverju Samfylkingin sitji við sinn keip þegar rökin gegn aðild að Evrópusambandinu hafi aldrei verið jafn augljóst og sannfærandi. Kjartan Gunnar telur að ástæðu þrjáhyggjunnar verði ekki skýrð nema með ýtrustu flokkshagsmunum:

„Samfylkingin er dyntótt og óráðið stjórnmálaafl. Hún á enn langt í land með að sýna að hún sé annað og meira en stjórnmálaflokkur einnar kynslóðar – 68 kynslóðarinnar. Sú kynslóð hefur að vísu ekki látið deigan síga, en hún er u.þ.b. á leiðinni í þjónustuíbúðir aldraðra.”

Kjartan Gunnar heldur því fram að Samfylkingin hafi orðið til sem pottréttur úr „afgöngum Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, klofningsframboðs Jóhönnu og Kvennalista”:

„Þessi fylking stóð í upphafi frammi fyrir einum meginvanda: utanríkisstefnu. Þar þurfti að sætta tvo hatramma andstæðinga: Staðfasta málsvara vestrænnar samvinnu sem þá voru u.þ.b. að vinna kalda stríðið, og harða hernámsandstæðinga sem sumir höfðu í heildina gengið hringinn í kringum landið í Keflavíkurgöngum og fórnað röddinni fyrir slagorðið: Ísland úr Nató – herinn burt!

Þetta var eins og að búa til pottrétt úr gamalli jólaköku og 12 ára hákarli. Hér þurfti því heldur betur „þriðja kryddið”. Aðild að Evrópusambandinu er þetta „þriðja krydd” og límið í Samfylkingunni.

Þjóðin hefur ekkert við þetta krydd að gera og vill ekki sjá það – en spurningin er auðvitað sú, hvort Samfylkingin geti verið án þess – þegar það hverfur.”