Meðalveiði í Laxá í Kjós var að meðaltali 1.250 laxar á sumri frá 1974 til 2011. Sumarið 1988 sker sig úr en þá veiddust hvorki fleiri né færri en 3.422 fiskar. Það ár var Kjósin í algjörum sérflokki.

Sé litið til vísitölu meðalveiðinnar (100=1250 laxar) fylgdi Kjósin ágætlega þróun meðalveiðinnar á landinnu. Frá og með 2004 hefur þróunin hins vegar verri og veiðin töluvert lakari en að meðaltali. Frá 2006 hefur vísitalan fyrir Kjósin verið undir 100 og lægst fór hún niður í tæp 50 stig árið 2007. Á síðasta ari var vísitalan meðalveiðinnar í Kjósinni 74,3 en 127,6 fyrir landið í heild.

Vísitalan 100 er meðalveiði áranna 1974 til 2011. Fyrir landsmeðaltalið er ekki tekið tillit til hafbeitarlax.