Í sumar hafa margir laxveiðimenn komið heim með öngulinn í rassinum. Víða hefur veiðin verið döpur en veiðimenn verða að lifa við miklar sveiflur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er vísitalan meðalveiði áranna 1974 til 2011 sett á 100. Að meðaltali hefur árleg meðalveiði verið 33.145 laxar á stöng á þessum árum en þá er búið að draga frá hafbeitarfisk en hlutur hans í heildarveiði hefur vaxið verulega síðustu ár.

Árið 2011 var ágætt í sögulegu samhengi og árin 2008 til 2010 voru þau bestu. Þá var árið 1978 einnig eitt besta laxveiðiárið. Þá veiddust fá 65-72% fleiri laxar en að meðaltali. Döprustu árin voru 1984 og 2000. Þá veiddust liðlega 23.500 laxar sem þýðir að vísitalan var rétt um 70.

Forvitnilegt er síðan að bera þessar tölur saman við einstakar ár og hvernig veiðin hefur þróast í hlutfalli við meðalveiðina í heild. Það verður gert næstu daga.