Eftir Tryggva Þór Herbertsson, alþingismann og prófessor.

Skrif Tryggva hafa vakið marga til umhugsunar enda tekst honum að setja framhugmyndir sínar og kenningar á skýran hátt. Mikill fengur er í þessari bók fyrir alla áhugamenn um hagfræði, stjórnmál og þjóðmál almennt.

Umsagnir:

„Stjórnmál og hagfræði er þarft innlegg í íslenska umræðu um þjóðmál og efnahagsmál. Fyrir þá sem skipað hafa sér í hóp þeirra sem berjast fyrir frjálsum viðskiptum og trúa á mátt einstaklingsins er bókin skyldulesning enda hvalreki á þeirra fjörur. Tryggvi Þór sameinar brjóstvit stjórnmálamannsins við innsýn fræðimannsins. Umræða um íslensk stjórnmál og efnahagsmál yrði allt önnur og betri ef fleiri tækju til máls á opinberum vettvangi af skynsemi.“

Óli Björn Kárason / Viðskiptablaðið

„Bókin ætti að gagnast þeim sem vilja fræðast um efnahagshrunið og er ágætis mótvægi við stjórnyndari skýringar. Í henni birtist góð umfjöllun um auðindamál, en umræða um þau hefur helst til verið afvegaleidd með frösum og staðhæfulausum upphrópunum.“

Brynjólfur Sveinn Ívarsson / Frjalshyggja.is