Paul Ryan verður varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Kosið verður 6. nóvember.

Paul Ryan er fæddur árið 1970 og hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 1999 fyrir Wisconsin. Hann hefur BA-próf í hagfræði og stjórnmálafræði. Ryan hefur verið einn öflugasti talsmaður hallalausra ríkisfjármála og hefur lagt fram ítarlegar tillögur um hvernig eigi að snúa af braut skuldasöfnunar í Bandaríkjunum. Hann er áhrifamikill hugmyndafræðingur hægri manna í Bandaríkjunum.

Fyrr á þessu ári hélt Ryan ein helstu ræðuna á ráðstefnu CPAC – Conservative Political Action Conference. Ræðan gefur góða innsýn hugmyndir hans.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.