Í þessari bók freistar Tómas Ingi Olrich þess að koma umræðum um samband Íslands og Evrópusambandisins á breiðari grunn en tíðkast hefur. Hann reynir jafnframt að tengja núverandi hræringar innan ESB við upphafleg markmið með stofnun sambandsins og helstu áfanga í þróun þess.

Umsagnir:

Rit Tómasar Inga Olrich geymir mikinn hagnýtan fróðleik. Þeir sem það lesa eru því vel í stakk búnir til að átta sig á hagsmunum Íslendinga í þessum efnum í bráð og til lengri tíma.”

Ólafur Egilsson / Þjóðmál

Tómas Ingi ritar skýran texta og setur flókin mál í þann búning að öllum almennum lesendum ætti að verða auðvelt að skilja um hvað er rætt … Tilgangur höfundar er að breikka grunn umræðna um Evrópusambandið með því að tengja fortíð og samtíð. Honum tekst það.”

Björn Bjarnason / Stjórnmál & stjórnsýsla