eftir Sigurð Má Jónsson

Icesave-málið er fordæmalaust í íslenskri sögu. Sigurður Már Jónsson, fyrrum ritstjóri Viðskiptablaðsins, skyggnist á bak við tjöldin og lýsir vinnubrögðum og niðurstöðumsamninganefnda Svavars Gestssonarar og Lees Buchheit. Deilurnar umsamningana eru raktar semog afskipti forseta Íslands af málinu. Þá er farið yfir ýmis stóryrði sem féllu á Alþingi og í fjölmiðlum um Icesave, klofninginn vegna málsins í röðum Vinstri grænna og gjörólíka afstöðu margra kunnustu fræðimanna landsins. Veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur! Þessi bók hefur þegar vakið mikla athygli.

Umsagnir:

„Bók Sigurðar Más varpar hinsvegar heildarsýn á framgöngu málsins og er hún dregin upp með þeim vandaða hætti sem hafa einkennt störf höfundar til þessa í blaðamennsku. Þessi sýn er því miður nöturleg enda er framganga stjórnvalda í málinu gjörsamlega óskiljanleg. Undirtitill bókarinnar er „afleikur aldarinnar“ og þar ekki of sterkt að orði kveðið. Bók Sigurðar vekur upp fleiri spurningar en hún svarar enda eru ekki enn öll kurl komin til grafar í þessu ömurlega máli. Hinsvegar er nauðsynlegt að svör fáist á endanum við þeim áleitnu spurningum sem vakna upp við lesturinn og bók Sigurðar því ágætis upphafsstef að umræðu sem brýn nauðsyn er að fari fram.“

Örn Arnarson / Morgunblaðið

„Landsmönnum er í fersku minni hvar ríkisstjórnin stóð þegar óbilgjarnar og ólögmætar kröfur breskra og hollenskra stjórnvalda dundu á Íslendingum. Þegar stjórnin stóð frammi fyrir þessum kröfum hinna erlendu ríkja tók hún umsvifalaust afstöðu með erlendu kröfugerðarmönnunum og gegn Íslendingum. Um þetta hefur nú verið rituð fróðleg bók, Icesave-samningarnir – afleikur aldarinnar? þar sem málið er rakið í nokkrum smáatriðum og verður ekki sagt að staða stjórnvalda batni við þá yfirferð.“

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins