Hrun Evrulandanna í Suður- Evrópu hefur afgerandi áhrif á Íslandi, sérstaklega á útflutning sjávarafurða, þar sem þessar þjáðu þjóðir hafa æ minni efni á bestu vörunni, t.d. stórum þorski héðan. Snarminnkuð eftirspurn eftir dýrri vöru í þessum hrjáðu löndum eykur framboðið annað og veldur lækkuðum verðum…

Lagðar eru álögur á sumpart glæsta fortíð, sem tryggja erfiða framtíð, þegar ljóst er hvernig ástandið er þegar orðið í Evrulöndunum, helstu markaðslöndum okkar, en þau eru jafnframt draumalönd núverandi ríkisstjórnar.

Ívar Pálsson