Þingmenn Samfylkingarinnar vilja ekki tengjast Jóhönnu Sigurðardóttur og eru því farnir í felur. Þetta fullyrðir Styrmir Gunnarsson.

Í Pottinum á Evrópuvaktinni bendir Styrmir á að þingmenn Samfylkingarinnar séu að draga sig æ meira í hlé. Þeir láti lítið til sín heyra. „Það liggur við að þeir séu horfnir af sjónarsviðinu,” skrifar Styrmir og spyr: Hvað ætli valdi? Hann svarar:

„Skýringin er augljós.

Þeir eru að búa til fjarlægð á milli sín og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þeir telja það vænlegast til árangurs að láta ekki sjá sig í fylgdarliði Jóhönnu.

Þeir vilja ekki lengur tengjast Jóhönnu.

Þögn þingmanna Samfylkingar segir meira en flest annað um pólitíska stöðu forsætisráðherrans.

Þeir eru hlaupnir í felur.”