Það er líka komið prófkjörslykt af mörgum og leitin stendur sem hæst að heppilegum kandidötum.  Núverandi stjórnvöld keppast við að benda okkur á jákvæð teikn í hagkerfinu, minnkandi atvinnuleysi, allt á blússandi uppleið og þau eru það besta sem hefur komið fyrir þessa þjóð!  Aðrir tala um gjaldþrota lífeyriskerfi, bresti í fjármálakerfinu, ríkið á hausnum, hrunið heilbrigðiskerfi, allt í sama farinu og sömu teikn á lofti og rétt fyrir hrun.

Vilborg G. Hansen