Mbl.is greinir frá því að nokkrir helstu forystumenn VG hafi af því áhyggjur að þeim muni ekki takast að koma upplýsingum um mikinn árangur ríkisstjórnarinnar til skila í komandi kosningabaráttu og vísa í því efni til fjölmiðla og efnistaka þeirra. Vegna þessa hafa Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Hildur Traustadóttir og Sóley Tómasdóttir, skrifað félögum sínum bréf. Þar kemur fram að þau óttist að sá árangur sem ríkisstjórnin er sögð hafa náð muni ekki hljóta náð fyrir augum fjölmiðla, þegar farið verður yfir verk ríkisstjórnarinnar í kosningabaráttunni.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, sem er einstæð móðir, amma, byltinarsinni og Hreyfingarkona, hefur ekki sömu áhyggjur og forystumenn VG. Á bloggsíðu sinni skrifar Jóna Kolbrún:

Er fréttablaðið hætt að taka við lofgreinum frá Steingrími allsherjarráðherra?

Jóhanna hefur líka verið “iðin við skriftir” eða einhver hefur skrifað greinar í hennar nafni í Fréttablaðið, ég hef oft séð greinar eftir þau bæði í málgagninu þeirra.

Varla trúir fólk því sem þau skötuhjú, eða málpípur þeirra skrifa í blaðið um eindæma árangur þeirra?

Ég er ekki að upplifa þessa hagsveiflu, og uppgang sem þau tala um.

Ég er heldur ekki að skilja hvað mikla árangri þessi ríkisstjórn þykist hafa skilað, ekki er ég og mínir að upplifa þennan uppgang, enda er ég láglaunamanneskja.

Lánin mín hækka í hverjum mánuði, launin gera það ekki.

Innkaupin eru dýrari í hverjum mánuði, þannig að ég get keypt minna og minna…

Árangur þessarar stjórnar er kannski sá að ekkert uppgjör hefur farið fram á hruninu og engar lagabreytingar hafa verið gerðar til að fyrirbyggja næsta hrun..

Og við skuldum miklu meira í dag en við gerðum við hrunið….