Að mínu mati hefur það stjórnsýslustig sem þið starfið á –alþingi- farið offari gagnvart sjávarútvegi og sjávarbyggðum og þar með gagnvart hinu stjórnvaldinu –sveitarstjórnum- sem þó er jafn sett skv. íslenskri stjórnskipan.  Frumvörp hafa komið fram með stuttum fyrirvara og án samráðs við sjávarútvegssveitarfélögin sem þó eiga allt undir því hvernig að málum er staðið.  Skollaeyrum hefur verið skellt við vönduðum umsögnum og látið undir hælinn leggjast að meta áhrif lagafrumvarpa á íbúa sjávarbyggða og fyrirtækin sem þeir eiga og/eða starfa hjá.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum