Svo virðist sem almenn samstaða sé um það meðal þingmanna að auka framlög ríkisins til heilbrigðismála og þá sérstaklega til Landspítalans. Aukin framlög megi þá ekki verða til þess að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist ekki. Því deila þingmenn um hvort hækka eigi skatta, hækka við þær litlu skattalækkanir sem boðaðar eru eða lækka útgjöld til annarra málaflokka.

Matarholurnar eru margar í rekstri ríkisins og það er fremur auðvelt fyrir þingmenn að tryggja aukin framlög til heilbrigðismála, án þess að seilast dýpra í vasa skattgreiðenda en um leið tryggja hallalaus fjárlög á komandi ári.

Hér eru nokkrar ábendingar sem þingmenn gætu haft til hliðsjónar, alls 1,5 milljarðar. Matarholurnar eru margfalt fleiri.

Fjárlagafrumvar2014