Það má svo alveg nöldra yfir því hvernig VR hvetur sína félagsmenn til þess að kjósa með verkfalli. Þetta verkalýðsfélag hefur á liðnum árum hvatt félagsmenn sína til að semja sjálfir við sína yfirmenn en nú eiga allir að fara í verkfall. Þrátt fyrir að verkfallssjóðir VR standi í milljörðum þá eru félagsmenn margir og lítið til skiptana. 10% vantar enn upp á að ég nái að slá fyrri kaupmáttarmet og því hef ég ekki efni á að fara í verkfall. Væri ekki líka nær að finna upp á einhverjum nýjum kröfuleiðum sem ekki hefðu það í för með sér að allir töpuðu?

Bryndís Loftsdóttir