Ég hef aftur á móti átt ágætis samleið með Pírötum þegar kemur að ákveðnum borgararéttindum, eins og friðhelgi einkalífs. Vandamálið hins vegar með Pírata er að það gætir mikil tvískinnungs þegar kemur að borgaralegum réttindum. Eignarréttur og eignarréttindi, sem eru sennilega mikilvægust réttindi manna auk þess að vera afar mikilvæg fyrir velferð og framþróun samfélagsins, er beinlínis þyrnir í augum Pírata.

Brynjar Níelsson