Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, leiðir rök að því að Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sé vinstri fasisti.

Á bloggsíðu sinni segir Jónas að þótt fasismi „sé almennt skilgreindur yzt á hægri jaðri stjórnmála, er líka til eins konar vinstri fasismi”. Vitnar Jónas í félagsfræðinginnJürgen Habermas sem hugtakið „vinstri fasismi” í mótsögn við vinstra frjálslyndi:

Vinstri fasismi er hrein valdshyggja á vinstri jaðri, áhugi á að ná vinstri markmiðum með valdbeitingu. Gott dæmi um það er stefna meirihluta borgarstjórnar í skipulagi Reykjavíkur. Reynt er að þvinga fólk úr einkabílum upp í strætó eða helzt á reiðhjól með því að þrengja götur og fækka bílastæðum. Samkvæmt því er Hjálmar Sveinsson vinstri fasisti.