Hagnaður Apple á síðustu þremur mánuðum síðasta árs jafngildir útgjöldum íslenska ríkisins í tæplega fjögur ár (3,7). Ekkert skráð fyrirtæki hefur skilað jafnmiklum hagnaði í sögunni eða 18 milljörðum dollara.

Miðað við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar er hagnaðurinn í krónum:

2.398.860.000.000,- kr.

Miðað við fjárlög 2015 er hagnaðurinn svipaður og tekjuskattur allra einstaklinga á Íslandi í 19 ár.

Til að gera þessa tölu skiljanlegri:

Hagnaður Apple á hverjum degi, alla daga vikunnar, nam:

26.074.565.217,- kr.

Þetta jafngildir að hagnaðurinn á hverri klukkustund – 24 tíma sólarhringsins hafi verið:

1.086.440.217,- kr.

Tæplega tveggja daga hagnaður Apple stendur undir áætluðum rekstrarkostnaði Landspítalans á þessu ári. Og þriggja daga hagnaður tækirisans dugar til að fjármagna allan byggingarkostnað við nýjan Landspítala.