Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.

Það er erfitt að fyrirgefa þegar manni finnst eigin reiði svo réttlát. Með fyrirgefningu finnst okkur við vera að gefa eftir sjálfsagðan rétt okkar og samþykkja óæskilega hegðun annarra. En það er þung byrði að burðast með reiði og krefst ómældrar andlegrar orku. Með fyrirgefningunni mun sú orka finna sér uppbyggilegri farveg fyrir þitt líf og þjóðarinnar. Með fyrirgefningu losnar um það heljartak sem aðrir einstaklingar eða atburðir hafa á huga þínum.

Gunnar Páll Tryggvason