Þrátt fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum og Japan, hefur OECD lækkað hagvaxtarpá fyrir efnahagslíf heimsins. Vandræði evru-ríkjanna halda áfram en búist er við að efnahagur landanna dragist saman um 0,6% á þessu ári.

Reiknað er með að hagvöxtur í aðildarríkjum OECD verði 1,2% á þessu ári og 2,3% á því næsta. Sérfræðingar segja að mesta ögrun stjórnvalda sé að vinna bug á atvinnuleysi ekki síst í ríkjum evrunnar.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.

Frétt um hagvaxtarspá OECD