Arthur Laffer kom til Íslands 2007 og talaði um skatta og lífskjör, þar á meðal kjör hinna fátækustu, á fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu 16. nóvember. Á myndbandinni eru líka sýndar rannsóknir, sem staðfesta, að hinir fátækustu eru þrátt fyrir allt best settir í frjálsustu hagkerfunum, því að þau eru um leið ríkust.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir á bloggsíðu sinni um Laffer:

„Kjarninn í boðskap hans í þessu stutta myndbandi frá fyrirlestrinum stendur óhaggaður: Við gerum ekki hina fátækari ríkari með því að gera hina ríku fátækari. Það er ekkert áhyggjuefni, ef einhverjir eru ríkir. Það er áhyggjuefni, ef einhverjir eru fátækir og geta ekkert gert að því.”