Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á metnaðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þegar kemur að skuldamálum heimilanna. Hann bað þingmenn ríkisstjórnarinnar að hugaleiða hvar skjaldborg heimilla væri.

Í umræðum um störf þingsins 7. mars 2013, benti Ásbjörn á að ekki ein einasta króna hefði verið nýtt til að greina skuldavanda íslenskra heimila, þrátt fyrir fjárheimildir. Síðan minnti hann þingmenn á að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar hafi verið að gera aðför að ellilífeyrisþegum og öryrkjum.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.