Það er bæði eðlileg og sanngjörn krafa að í málum sem þessum sé gætt meðalhófs og að eigendur friðaðra húsa geti að minnsta kosti gert minniháttar breytingar á skipulagi innanhúss, til að hámarka notagildi. Íslensk stjórnvöld, sem skipa fyrir um friðun húsa, hafa sjálf umturnað gömlum friðuðum húsum í eigu ríkissjóðs. Þannig var skipulagi Safnahússins við Hverfisgötu nýlega umbylt og ekki eru mörg ár síðan allar innréttingar voru rifnar niður í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og settar upp nýtískulegar.

Björn Jón Bragason