Hvað skyldi nú valda þessari vá sem Garðbæingar standa frammi fyrir. Ekki er vafi á því að þar er um auðskýranlegar náttúrulegar orsakir að ræða. Þá er spurningin er eitthvað öðruvísi í Garðabæ en í öðrum samfélögum á höfuðborgarsvæðinu? Eftir því sem best verður séð þá er svo ekki. Meðalaldur í hverfum og bæjarhlutum verður hærri og svo kemur endurnýjun. Garðabær sker sig ekkert úr hvað þetta varðar og sömu lögmál gilda hér og í okkar nágrannalöndum.

Jón Magnússon