Það fer að vissu leyti vel á því að þeir þingmenn sem hvað oftast bregða um sig stolnum flíkum þingræðisins séu nú í fararbroddi þeirra sem taka þingið í gíslingu dag eftir dag og reyna að koma í veg fyrir að þingið fjalli efnislega um mál. Atlöguna leiða fyrrverandi ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn, sem þá bar sig aumlega gagnvart stjórnarandstöðunni. Heyrðust þá oftar en ekki ramakvein úr þeirra ranni um að nauðsynlegt væri að bæta þingstörfin. Þær umkvartanir eru nú með öllu gleymdar …

Ef ekki er hægt að hemja umræður um ekki neitt er ekki annað í boði en að bæta við tíma fyrir umræður um það sem máli skiptir.

Leiðari Morgunblaðsins 22. maí 2015