Þau atriði sem Bjarni nefnir hefðu flest getað náð fram að ganga á þinginu 2009, ef Samfylkingunni og Vinstri grænum hefði ekki legið svo á að reyna að koma á byltingarstjórnarskrá á þeim forsendum að stjórnarskráin væri gömul og úrelt.

Stjórnarskrá lýðveldisins þjónar vel tilgangi sínum og þær breytingar sem Bjarni Benediktsson bendir á varðandi auðlindir þjóðarinnar, samninga við erlend ríki og þjóðaratkvæðagreiðslur eru þær breytingar sem er eðlilegt að ná víðtækri sátt. Þá verður góð stjórnarskrá betri.

Jón Magnússon