Fjölmiðlar hafa gjörsamlega brugðist almenningi, standa alls ekki undir kröfum sem til þeirra eru gerðar. Þess í stað eru þeir að leika sér með fréttir frá Alþingi af því að þeirra er auðveldara að afla. Um leið taka þeir flestir afstöðu í kjaradeilunni þannig að útilokað er að átta sig á staðreyndum mála. Þeir hafa veri einstaklega duglegir að rugla almenning.

Launþegafélög og Samtök atvinnulífsins þegja um kröfugerðirnar og svo virðist að samantekin ráð séu um að segja sem minnst um þær, tilboð og gagntilboð. Ekkert lekur út nema orðavaðallinn, gjörnýttir frasar frá fyrri árum sem snyrtir eru af fjölmiðlafulltrúum.

Sigurður Sigurðarson