Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að loknum fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Anatolíu í Tyrklandi fimmtudaginn 14. maí að ráðherrarnir hefðu ákveðið að grípa til aðgerða gegn blendingshernaði (hybrid warfare) Rússa gegn Úkraínu. Hann sagði jafnframt á fundi með blaðamönnum að starf og stefna NATO tæki nú mestu breytingum frá lokum kalda stríðsins.

NATO snýst gegn áróðursstríði Rússa – eykur samstarf við Finna og Svía | Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál.