Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.

Guðmundur Edgarsson