Jöfnuður hérlendis er ekki aðeins meiri en annars staðar og vaxandi heldur er miðgildi tekna hér hærra en í flestum OECD löndum, t.d. í Danmörku samkvæmt tölum frá ESB og OECD. Það eru ekki bara þeir lægst launuðu sem eru ósáttir við kjör sín. Háskólamenntaðar stéttir hafa verið ósáttar við laun sín og hafa sýnt þá óánægju í verki með verkfallsaðgerðum. Krafa þeirra um að menntun verði metin til launa stangast þannig á við kröfuna um aukinn jöfnuð og sérstaka hækkun lægstu launa.

Davíð Þorláksson