Eins og í öllum kjaradeilum þá er auðvelt að setja sig í spor beggja deiluaðila. Það er hins vegar hart hvernig verkfallið hefur leikið sjúklinga sem þurfa lækninga við, en fá ekki, og bændur sem framleiða afurðir til sölu, en fá ekki að selja. Í báðum þessum tilfellum geta afleiðingarnar verið alvarlegar og óafturkræfar. Það er um líf og dauða að tefla fyrir fólk og fyrirtæki.

Jón Baldur Lorange