Dr. Sigurður Hannesson stærðfræðingur telur að vaxtakostnaður Íslendinga vegna Svavars-samningsins svokallaða vegna Icesave-skulda Landsbankans, hefði numið 241 milljarði króna, óháð heimtum í búi bankans. Þennan vaxtakostnað hefðu skattgreiðendur á Íslandi þurft að bera ef samnngurinn hefði náð fram að ganga. Vaxtakostnaðurinn hefði numið um þremur milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu og þessi kostnaður var sparðartíningur í hugum stuðnings- og forráðamanna vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.

Í viðtali við Morgunblaðið 25. júlí 2009 var Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, afdráttarlaus í gagnrýni sinni á þá sem töldu að íslenskir skattgreiðendur ættu ekki að axla ábyrgð á skuldum einkabanka:

„Ég get ekki neitað því að ég er undrandi á því hvernig umræð­an bæði í þinginu og í fjölmiðlum hefur að mestu farið frá aðalatriðum og leiðst út í lítilsverðan sparðatíning, upphróp­anir og órökstuddar fullyrðingar.”