Í nýrri bók minni Bylting – og hvað svo? er meðal annars fjallað um einkavæðingu nýju ríkisbankanna haustið 2009, en þeir voru nánast einkavæddir „í kyrrþey“. Einkavæðingin fór fram án undangenginnar umræðu um eigendastefnu, dreift eignarhald, mögulega kjölfestufjárfesta og ýmis önnur grundvallaratriði bankakerfis. En í flestum nágrannalanda okkar fór fram mikil umræða þessi misserin um nýja umgjörð fjármálastofnana í ljósi bankakreppunnar. Slík umræða fór ekki fram hér á landi.

Björn Jón Bragason