Það er auðvitað angi af málinu að um leið og stjórnmálamennirnir hverfa af vettvangi, þá ryðjast fyrirtækin inn í tómarúmið og þegar leikreglurnar vantar, þá má reikna með því að menn olnbogi sig áfram af töluverðri hörku.

Þess vegna mega stjórnmálamenn ekki heykjast á því að setja viðskiptalífinu heilbrigðar leikreglur þannig að enginn einn, tveir eða þrír aðilar geti náð yfirburðastöðu og drepið allt annað í dróma.

Davíð Oddsson í viðtali við Morgunblaðið 13. október 2005 í tilefni af því að hann hætti í stjórnmálum.