Við Íslendingar erum í einstaklega góðri stöðu, hvað heildarelsneytisnotkun varðar, með aðeins 14 % heldar, og þess vegna er óþolandi örverpi í lagasmíð að þvinga olíufélögin til innflutnings á lífdísil, sem eykur eldsneytisnotkun og eykur kostnað á hvern líter. Afnema ber þessa óþörfu og skaðlegu löggjöf, eins og fram komið frumvarp kveður tímabundið á um, og miklu fremur ná markmiðum ESB um 6 % hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum árið 2020 með því að ýta undir rafbílakaup. Mikill fjöldi rafmagnslyftara er í landinu, og ber að reikna dísilolíusparnað þeirra með í þessu átaki. Þannig er ekki óraunhæft að reikna með 6 % sparnaði eldsneytisnotkunar fartækja á landi árið 2020 m.v. 1990 með rafvæðingu bílaflotans, en til þess þarf atbeina stjórnvalda og dreifiveitna.

Bjarni Jónsson