Fjármálakreppan fyrir rúmum sex árum var hins vegar ekki fyrsta fjármálakreppan sem skollið hefur á hér á landi. Um það var sérstök málstofa á vegum Seðlabankans á mánudaginn en upplýsingar um hana má finna á vef bankans. Þar kemur fram að á síðustu einni og hálfri öld hafa orðið yfir tuttugu fjármálakreppur hér á landi af ólíkum tegundum. Þær hafa gjarnan fylgst að og sérfræðingar Seðlabankans telja sig bera kennsl á sex stórar og „fjölþættar“ fjármálakreppur sem skollið hafa á á u.þ.b. fimmtán ára fresti. Frekari greining á þessum sex stóru kreppum sýnir svo ekki verður um villst að þegar kemur að fjármálakreppum þá „höfum við séð þetta allt áður“.

Sigurður Már Jónsson