Glæfraspil einstakra fyrirtækja getur hæglega spillt orðspori allra íslenskra fyrirtækja, sem vilja láta að sér kveða í alþjóðaviðskiptum. Í því felast hrein öfugmæli, að öflugt eftirlit hér á landi með fjármálastofnunum og fyrirtækjarekstri sé til þess fallið að veikja traust á Íslandi og Íslendingum í alþjóðaviðskiptum. Líklegt er, að eftirlitsstarfsemi rekin eingöngu af heimafólki veiti ekki nægilega trúverðugt aðhald á öllum sviðum og þess vegna verði að alþjóðavæða þetta starf hér landi með aukinni þátttöku útlendinga í því eða aukinni samvinnu við alþjóðlega eftirlitsaðila með fjármálaumsvifum.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni 31. desember 2006.