Það er kannski klisja en við lifum nú miklar tæknilegar breytingar sem munu hafa gríðarleg áhrif á líf okkar flestra og lífshætti. Um leið er ljóst að kröfur til vinnuafls eru að breytast þar sem hin stafræna bylting (e. digital revolution) mun taka yfir stöðugt fleiri störf. Það þarf ekki að lifa í heimi píratans til að átta sig á þeim umskiptum sem eiga stað vegna Internetsins. Úr þeim rafræna samskiptaheimi kemur drifkraftur breytinga, bæði á sviði framleiðslu en þó ekki síður samskipta.

Sigurður Már Jónsson