Í umræðunni á Íslandi hefur verið nefnt að Seðlabanka Evrópu nægi einn bankastjóri, sama máli gegni um Seðlabanka Bandaríkjanna, Noregs og Svíþjóðar, og svo framvegis. Þetta er rangt. Í þessum löndum eru fjölskipaðar bankastjórnir þar sem meiri háttar ákvarðanir eru teknar. Aðalseðlabankastjórinn er þar fremstur meðal jafningja, leiðir starf bankans og er talsmaður hans, en er ekki einráður. Í gildandi lögum um Seðlabanka Íslands er einn aðstoðarseðlabankastjóri, sem er undirmaður seðlabankastjórans, sem ákveður starfsvettvang aðstoðarseðlabankastjóra og umboð hans. Slíkt fyrirkomulag tíðkast hvergi annars staðar.

Friðrik Már Baldursson og Þráinn Eggertsson