Allir vita að Samfylking var rasskellt í síðustu Alþingiskosningum. Forystumenn flokksins hafa lítið gert með það og þess í stað barið á núverandi ríkisstjórn enda á hún í vandræðum vegna ESB málsins. Ríkisútvarpið hefur dyggilega aðstoðað Samfylkinguna í þessum vandræðum hennar og reynt að finna snöggu blettina á nokkrum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem töluðu um þjóðaratkvæði um ESB þvert á samþykktir landsfundar.

Þetta er nú svo sem allt í lagi. Auðvitað má berja á Sjálfstæðisflokknum gefi hann höggstað á sér.

Sigurður Sigurðarson