Sumir hafa haldið að ef stjórnvöld veiti kröfuhöfum ekki undanþágu frá íslenskum gjaldþrotalögum og jafnvel gjaldeyrislögum, þá verði þjóðin knésett fyrir erlendum dómstólum. Þessar áhyggjur sumra Íslendinga eru byggðar á miklum misskilningi. Nú í síðustu viku reyndu kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna einmitt að fá aðstoð dómara í New York til að stilla íslenskum stjórnvöldum upp við vegg og neyða þau til að semja við sig. Sú málaleitan tókst ekki betur en svo að þeim var nánast hent út úr réttarsalnum.

Ólafur Elíasson