Svo datt einhverjum í hug að aflétta einkasölu mjólkurbúða á mjólk.  Þetta mætti harðri andstöðu.  Gáfumenni spruttu fram og færðu þokkaleg rök fyrir því að allt færi í klessu ef aðrir mættu selja mjólk.  Mesta ógnin var sú að ómögulegt yrði að fá ferska nýmjólk.  Aðeins gamla útrunna mjólk.  Jafnframt myndi sala á skyri og öðrum mjólkurvörum hrynja.  Úrval yrði ekkert.  En verð á mjólk myndi fara upp úr öllu valdi.  Almenningi yrði ókleift að kaupa mjólk vegna okurverðs og ömurlegs úrvals.

Jens Kristján Guðmundsson