Þegar „götustrákunum“ var úthýst úr Valhöll var þeim boðið í náðarfaðm jafnaðarmanna. Svo tóku ímyndarfræðingarnir við, sömdu ræður útrásarvíkinga með annarri hendinni og kynntu stefnu Samfylkingarinnar og forsetans með hinni. Þróun forsetans er hnignun jafnaðarstefnunnar í hnotskurn og slíkt verður ekki gert upp í einni áramótaræðu.

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og frambjóðandi Vinstri grænna í Morgunblaðinu 22. febrúar 2009.