Ekki veit ég til þess að Samfylkingin hafi  enn gert upp innbyrðis hlut sinn í bankahruninu og Hrunstjórninni með Sjálfstæðisflokknum.

Jóhanna Sigurðardóttir sat jú í sérstöku fjármálaráði ríkisstjórnar Geirs Haarde.

Evrópusambandsumsóknin sem öllu átti að bjarga hangir enn eins og myllusteinn um háls Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Enn reyna þeir báðir að verja inngöngubeiðnina í ESB  þótt nánast allir sjái hversu vonlaust það er.

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í pistli á bloggsíðu sinni 3. mars 2015